Bílaréttingar
Við bílaréttingarnar vinna tveir starfsmenn með mikla reynslu. Við notumst við Autorobot réttingarbekk með öllum þeim mælitækjum sem til þarf við viðgerðina. Við erum einnig með Herkules vinnulyftur og höfum nú bætt við okkur mótorhjólalyftu sem gerir okkur kleift að taka á móti öllum gerðum mótorhjóla
B&T bílaréttingar og sprautun er vottað Cabas verkstæði. Cabas er tjónamatskerfi sem tryggingafélöginn notast við og var hannað fyrir verkstæðin til að meta viðgerðarkostnað vegna skemmda á ökutækjum. Með tilkomu Cabas þurfa eigendur ökutækja ekki lengur að leita til skoðunarmanna tryggingarfélaga til að láta meta tjón á ökutækjum heldur geta þeir snúið sér beint til vottaðs verkstæðis
Hvað gerum við:
Við sjáum um að tjónaskoða ökutæki. Bílaréttingar og bílasprautun á öllum gerðum bifreiða og mótorhjóla.
Við útvegum bílaleigubíl begna tryggingartjóna sem bíður eftir þér þegar komið er með ökutæki til viðgerðar.
Fyrir hverja gerum við við:
B&T er með samning við öll tryggingarfélöginn á landinu. Við þjónustum allar gerðir bifreiða og mótorhjóla.
Hversu langan tíma tekur viðgerðin:
Að meðaltali tekur viðgerðin 2-5 virka daga en fer þó eftir umfangi viðgerða
Þorlákur Ásmundsson Eigandi, Bílamálari
Guðmundur D. Pálmason Eigandi, Bifreiðasmíður
